Quantcast
Channel: Blogg Símans » GSM
Viewing all articles
Browse latest Browse all 11

iOS 7

0
0

Í dag kemur nýjasta útgáfa iOS stýrikerfisins á markað, beðið hefur verið eftir þessari uppfærslu af mikilli eftirvæntingu enda hérna um að ræða stærsta stökk Apple með iOS stýrikerfið frá því að það kom á markað.

Búið er að breyta mjög miklu í stýrikerfinu, ekki bara útlitslega heldur líka í virkni. Apple fara ágætlega yfir hvaða nýjungar eru í boði hér.

Uppfærslan verður þó ekki aðgengileg fyrir öll tæki sem keyra iOS. iPhone 4 og nýrri útgáfur fá uppfærslu og önnu kynslóð iPad og nýrri ásamt iPad mini. Fimmta kynslóð iPod Touch fær svo líka uppfærslu og lengra nær það ekki.

iOS 7 ætti að verða aðgengilegt til uppsetningar seinna í dag og því gott að renna yfir nokkra hluti áður en það verður hægt.

- Takið afrit af símanum ykkar. Ef eitthvað klikkar við uppfærsluna er nauðsynlegt að eiga afrit af öllum helstu gögnum.

- Uppfærið öppin sem þegar eru á símanum. Síðustu vikur hafa uppfærslur verið að koma með iOS 7 stuðningi, gott að koma þeim uppfærslum frá strax.

- Nýtið tækifærið og hendið út öppum sem þið notið aldrei.

ios-7-logo


Viewing all articles
Browse latest Browse all 11

Latest Images